Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Tómas Meyer er mikill FH-ingur. Einkasafn Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr. Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr.
Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira