Neville segir að um augnabliks brjálæði hafi verið að ræða hjá Núñez Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 07:31 Eftir að koma inn á gegn Fulham og skora þá byrjaði Darwin Núñez gegn Crystal Palace og sá rautt. EPA-EFE/ANDREW YATES Liverpool og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik annarrar umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Darwin Núñez, framherji Liverpool, fékk rautt spjald í leiknum fyrir að skalla leikmann Palace. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins starfar í dag sem sparkspekingur, og hann var í settinu ásamt Jaime Carragher er leikurinn fór fram. Félagarnir eru áfram með hina gríðarlega vinsælu þætti Monday Night Football á Sky Sports ásamt Dave Jones. Carragher tjáði sig um leikinn og rauða spjaldið í setti í gær og nú hefur Neville gert slíkt hið sama. Á meðan Carragher talaði um „martröð“ þá talar Neville um „augnabliks brjálæði.“ Neville segir að Núñez geti ekki á neinn hátt kvartað yfir rauða spjaldinu þó hann finni til með leikmanninum þar sem hann missti hausinn algjörlega í örfáar sekúndur. „Þetta var augnabliks brjálæði. Þetta er alvöru skalli, Andersen mun finna fyrir þessu. Við vitum ekki af hverju hann gerir þetta. Ég gerði svona hluti tvisvar eða þrisvar á mínum ferli, við vitum ekki af hverju við bregðumst svona við, höfum í raun enga hugmynd um það.“ „Ég sparkaði bolta í aðdáanda hjá Everton og gerði svo svipaðan hlut og Núñez við Steve McManaman. Það kemur einhver rauð þoka yfir mann.“ „Þegar þú ert rekinn af velli eftir svona atvik þá er það einmanalegasti staður í heimi, það er skelfilegt. Þú ert inn í búningsklefanum á meðan liðsfélagarnir eru út á vellinum. Þú hefur brugðist þeim og þér líður svo illa.“ „Ég er viss um að hann hefur beðist alla afsökunar inn í klefa eftir leik og að sama skapi er ég viss um að liðsfélagar hans munu hjálpa honum að ná áttum, þetta er góður búningsklefi,“ sagði Neville að endingu. Liverpool hefur nú gert jafntefli í báðum fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. Liverpool mætir botnliði Manchester United á mánudaginn kemur.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Díaz bjargaði stigi eftir rautt spjald Núñez Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn, 1-1, í 2. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Liverpool spilaði síðasta hálftíma leiksins manni færri eftir að nýji maðurinn Darwin Núñez fékk beint rautt spjald. 15. ágúst 2022 20:55