Erlent

Skoskar konur eiga nú rétt á ó­keypis tíðar­vörum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem slík lög eru tekin í gildi. 
Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem slík lög eru tekin í gildi.  Getty/Annette Riedl

Tíðarvörur verða nú gerðar aðgengilegar öllum konum í Skotlandi, ókeypis. Mun það vera hlutverk bæjaryfirvalda og skólayfirvalda að sjá til þess að vörurnar séu alltaf til.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem lög sem þessi eru tekin í gildi. Nú þurfa tíðarvörur, þar á meðal túrtappar og dömubindi, að vera á baðherbergjum á almenningsstöðum, til dæmis bókasöfnum og skólum.

„Ég er stolt af því sem við höfum náð fram í Skotlandi. Við erum þau fyrstu, en við erum ekki þau síðustu,“ skrifaði Monica Lennon, þingmaðurinn sem kom þessu öllu af stað árið 2019, á Twitter-síðu sinni í dag.

Árið 2018 var það tilkynnt að tíðarvörur þyrftu að vera til staðar í öllum skólum, án gjalds. Ríkisstjórn Skotlands gerði ráð fyrir 800 milljónum króna í verkefnið á sínum tíma en árið eftir var rúmum sex hundruð milljónum bætt við.

Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, hrósaði Skotum á Twitter í dag en Bretar, fyrir utan Skota, hafa ekki gengið þetta stóra skref. Þar er hins vegar enginn skattur lagður á tíðarvörur. Á Íslandi er 11 prósent skattur lagður á tíðarvörur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×