Enski boltinn

Uppfært: Man Utd ætlar ekki að rifta við Ronaldo

Atli Arason skrifar
Cristiano Ronaldo brosir sjaldan í treyju Manchester United þessa dagana.
Cristiano Ronaldo brosir sjaldan í treyju Manchester United þessa dagana. Getty Images

Hermt var að Cristiano Ronaldo gæti verið á förum frá Manchester United á næstu dögum en samningi hans gæti verið rift vegna hegðunarvandamála. Það reyndist ekki vera rétt.

Manchester United hefur látið Ronaldo vita að félagið vill sjá breytingu í framkomu og hegðun leikmannsins, ef það verður ekki gengist við því þá verður Ronaldo atvinnulaus. Það er Sky Sports sem greinir frá. Ronaldo á eitt ár eftir af samningi sínum við Manchester United. 

Síðar kom í ljós að þessar fréttir voru byggðar á sandi og Sky Sports dró í land með allt saman.

Ronaldo hafði fyrr í sumar látið félagið vita að hann vildi yfirgefa Manchester United til að spila Meistaradeildar fótbolta.

Manchester United hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði 1-2 fyrir Brighton í fyrstu umferð, í gær tapaði liðið svo 4-0 gegn Brentford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×