Hafa borið kennsl á árásarmann Rushdie Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 21:25 Rushdie er nú í aðgerð. EPA/Rafal Guz Lögreglan í New York hefur borið kennsl á manninn sem réðst á rithöfundinn Salman Rushdie er hann hélt fyrirlestur í dag. Rushdie var stunginn nokkrum sinnum í kviðinn og hálsinn. Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022 Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Lögreglan í New York hefur gefið út að maðurinn sem réðst á Rushdie heiti Hadi Matar og er 24 ára gamall. Matar er íbúi borgarinnar Fairview í New Jersey en ekki er meira vitað um hann að svo stöddu. Rushdie fékk strax læknisaðstoð frá lækni sem var gestur á fyrirlestrinum en honum var síðan komið á sjúkrahús og er núna í aðgerð. Matar náði einnig að særa kynni fyrirlestrarins og er hann einnig á spítala með sár á andliti. Ekki er vitað að fullu hvers vegna Matar réðst á Rushdie en alríkislögreglan í Bandaríkjunum rannsakar það nú. Talið er að Matar hafi verið einn að verki en ekki er búið að staðfesta þann grun lögreglu. Ruholla Khomeini, æðsti klerkur Írans, lýsti Rushdie réttdræpan árið 1989 eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans eftir Rushdie og Íran hefur boðið hverjum þeim sem myrðir hann þrjár milljónir dala í verðlaun. Hann hefur frá útgáfu bókarinnar mátt þola stöðugar líflátshótanir. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina á Rushdie, þar á meðal báðir frambjóðendur leiðtogakjörs breska Íhaldsflokksins, Liz Truss og Rishi Sunak. Þá hefur afgansk-bandaríski rithöfundurinn Khaled Hosseini sem skrifaði bókina Flugdrekahlauparinn einnig fordæmt árásina. I m utterly horrified by the cowardly attack on Salman Rushdie. I pray for his recovery. He is an essential voice and cannot be silenced.— Khaled Hosseini (@khaledhosseini) August 12, 2022
Bandaríkin Mál Salman Rushdie Tengdar fréttir Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03 Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. 8. júlí 2020 12:03
Salman Rushdie kominn í stríð við Facebook Hinn þekkti rithöfundur Salman Rushdie er kominn í stríð við Facebook. Ástæðan fyrir þessu er að Facrbook gerir þá kröfu að Rushdie noti sitt rétta nafn á Facebook síðu sinni en samkvæmt vegabréfi rithöfundarins heitir hann Ahmed Rushdie. 15. nóvember 2011 07:20