Frægir aktívistar og rithöfundar vara við aðför að tjáningarfrelsinu Sylvía Hall skrifar 8. júlí 2020 12:03 Gloria Steinem og JK Rowling eru á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið. Vísir/Getty 150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“ Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
150 aktívistar, fræðimenn og rithöfundar hafa skrifað undir opið bréf þar sem er lýst yfir áhyggjum af umræðuhefð í nútímasamfélagi. Í bréfinu, sem birt var í Harper‘s Magazine í gær, er opinber smánun og útilokun frá umræðum vegna skiptra skoðana harðlega gagnrýnd. Á meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru rithöfundarnir JK Rowling, Malcolm Gladwell, Margaret Atwood og Salman Rushdie. Á listanum má einnig finna Gloriu Steinem, sem þekktust er fyrir kvenréttindabaráttu sína, sem og fræðimanninn Noam Chomsky og skákmeistarann Garry Kasparov. Á vef BBC kemur fram að mörg þeirra sem skrifuðu undir listann hafa lent í því að verk þeirra séu bönnuð í ýmsum löndum. Salman Rushdie hafi meðal annars þurft að vera í felum eftir að hafa gefið út bók sína Satanic Verses árið 1988. Þá hefur JK Rowling verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um trans fólk. Hefur hún ítrekað sagt baráttu trans kvenna grafa undan kvenréttindabaráttu þar sem trans konur geti ekki tengt við reynsluheim kvenna. Bréfið hefur fengið misjafnar viðtökur, margir fagna því á meðan öðrum þykir það vera ofsafengin viðbrögð og þá sérstaklega í ljósi fyrri ummæla sumra sem skrifa undir. Þá hefur rithöfundurinn Jennifer Finney Boylan beðist afsökunar á því að hafa skrifað undir bréfið eftir að hún sá hverjir aðrir skrifuðu undir það. Er það líklega vegna undirskriftar JK Rowling, en Boylan hefur lengi barist fyrir réttindum trans fólks. I did not know who else had signed that letter. I thought I was endorsing a well meaning, if vague, message against internet shaming. I did know Chomsky, Steinem, and Atwood were in, and I thought, good company. The consequences are mine to bear. I am so sorry.— Jennifer Finney Boylan 🐕 (@JennyBoylan) July 7, 2020 Í bréfinu segir hópurinn að skoðanaskipti og hugmyndir séu undirstaða frjálsra samfélaga og sífellt sé verið að vega að því í opinberri umræðu. Það sé orðið of algengt að fólki sé refsað fyrir skoðanir sem öðrum þyki „refsiverðar“ og rangar. Það sé jafnframt hættulegt fyrir rithöfunda og listamenn sem óttast að lífsviðurværi þeirra sé í hættu segi þeir eitthvað rangt. „Við þurfum að standa vörð um ósætti í góðri trú, án þess að það hafi skelfilegar afleiðingar fyrir atvinnu í för með sér.“
Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira