Erlent

Segir Norður-Kóreu vera lausa við Co­vid-19

Bjarki Sigurðsson skrifar
Að sögn Kim Jong-Un er Norður-Kórea nú laus við Covid-19.
Að sögn Kim Jong-Un er Norður-Kórea nú laus við Covid-19. EPA/KCNA

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, heldur því fram að landið sé nú alveg laust við Covid-19 sjúkdóminn. Hann segir að lág dánartíðni landsins „fordæmalaust kraftaverk“ en einungis 74 manns hafa látist vegna sjúkdómsins í landinu.

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa haldið því fram að Covid-19 hafi ekki komist inn fyrir landamæri þeirra fyrr en í maí á þessu ári. Í kjölfar þess að fyrstu smitin greindust var ráðist í miklar aðgerðir og takmarkanir.

Ekki er vitað hvort yfirvöld í Norður-Kóreu hafi bólusett íbúa landsins en samkvæmt Kim Jong-Un hefur ekki eitt einasta smit greinst síðan 29. júlí síðastliðinn. Því sé honum óhætt að aflétta öllum samkomutakmörkunum og fagna því að veiran sé farin á brott.

Í sigurræðu sinni sagði Kim að nú væri mikilvægt að halda landamærunum alveg lokuðum svo vágestur eins og Covid-19 komist ekki aftur til landsins.


Tengdar fréttir

Ráð­­gátan um út­breiðslu Co­vid-19 í Norður-Kóreu

Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru sögð hvetja íbúa til þess að sjóða greni og drekka saltvatn til að vinna bug á Covid-veikindum. Lyf eru af skornum skammti í landinu og íbúar óbólusettir, en stjórnvöld hafa hafnað allri aðstoð frá alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu

Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×