Erlent

Óttast ný afbrigði í Norður-Kóreu

Kjartan Kjartansson skrifar
Grímuklæddur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á sjónvarpsskjá í Suður-Kóreu. Stjórn hans viðurkenndi í fyrsta skipti að kórónuveiran hefði greinst þar í síðustu viku, meira en tveimur árum eftir að heimsfaraldur hófst.
Grímuklæddur Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á sjónvarpsskjá í Suður-Kóreu. Stjórn hans viðurkenndi í fyrsta skipti að kórónuveiran hefði greinst þar í síðustu viku, meira en tveimur árum eftir að heimsfaraldur hófst. AP/Lee Jin-man

Faraldur kórónuveirunnar á meðal óbólusetts fólks eins og nú geisar í Norður-Kóreu eykur hættuna á að ný afbrigði verði til, að mati Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Stjórnvöld í Norður-Kóreu viðurkenndu í fyrsta skipti að veiran hefði stungið sér niður í landinu á dögunum.

Norður-Kórea er einangraðasta ríki í heimi. Landsmenn eru óbólusettir og þá er heilbrigðisþjónusta þar ekki upp á marga fiska.

Mike Ryan, framkvæmdastjóri neyðarmála hjá WHO, segir það áhyggjuefni að ríki noti ekki þau verkfæri gegn veirunni sem eru fyrir hendi. Þar sem veiran geta borist hindrunarlaust á milli manna sé hætta á að ný afbrigði verði til.

Stjórnvöld í Pjongjang hafa enn ekki tilkynnt WHO opinberlega um faraldurinn. Það er brot á skyldum landsins samkvæmt reglum WHO, að sögn Reuters-fréttastofunnar.

Ryan segir að stofnunin sé reiðubúin að veita aðstoð en að hún geti ekki gripið inn í mál fullvalda ríkis.

Lýst var yfir neyðarástandi vegna faraldursins í Norður-Kóreu í síðustu viku. Þá viðurkenndu stjórnvöld fyrsta smitið í landinu. Sérfræðingar hafa þó enga trú á að veiran hafi ekki gert vart við sig þar fyrr en nú.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.