Erlent

Hval­reka­skattur til skoðunar vegna gróða orku­fyrir­tækja

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Gaskostnaður breskra heimila er sagður hækka um 82 prósent í október.
Gaskostnaður breskra heimila er sagður hækka um 82 prósent í október. Getty/SOPA Images

Breskir borgarar mega búast við 82 prósenta hækkun á orkukostnaði í október en samkvæmt nýrri könnun eru sex milljónir breskra heimila í vanda stödd og skulda að meðaltali 206 pund til orkufyrirtækja.

Samkvæmt umfjöllun Reuters um málið hafa bresk hagsmunasamtök varað við því að með hækkandi orkukostnaði komi frekari fátækt nema að stjórnvöld grípi inn í. Skuldir Breta við orkufyrirtæki er sögð aldrei hafa verið meiri en einmitt nú.

Menntamálaráðherra Breta hafi sagt að hvalrekaskattur væri til skoðunar vegna gróða orkufyrirtækjanna í kjölfar hækkandi orkuverðs.

Meðalupphæðin sem heimilin skuldi orkufyrirtækjunum, 206 pund, hafi hækkað um tíu prósent á aðeins fjórum mánuðum, átta milljónir heimila hafi enga innistæðu hjá orkufyrirtækjum eins og vanalega á þessum árstíma. Innistæðan aðstoði heimilin vanalega við það að bera háan orkukostnað yfir vetrarmánuðina.


Tengdar fréttir

Hvalrekaskatti skellt á bresk orkufyrirtæki

Breska ríkisstjórn hyggst leggja 25 prósent hvalrekaskatt á hagnað breskra olíu- og gasframleiðanda. Samhliða kynnti ríkisstjórnin fimmtán milljarða punda stuðningspakka fyrir bresk heimili vegna hækkandi orkuverðs.

Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn

Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×