Viðskipti erlent

Hvalrekaskatti skellt á bresk orkufyrirtæki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Shell-stöð i Wales.
Shell-stöð i Wales. Matthew Horwood/Getty Images

Breska ríkisstjórn hyggst leggja 25 prósent hvalrekaskatt á hagnað breskra olíu- og gasframleiðanda. Samhliða kynnti ríkisstjórnin fimmtán milljarða punda stuðningspakka fyrir bresk heimili vegna hækkandi orkuverðs.

Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, kynnti aðgerðirnar í dag. Þar sagði hann að reiknað væri með að skatturinn gæti skilað ríkissjóði Bretlands um fimm milljörðum punda á næstu tólf árum.

Skatturinn mun smám saman leggjast af eftir því sem orkuverð, sem er í hæstu hæðum, lækkar.

Hvert heimili í Bretland mun fá 400 pund, um 65 þúsund krónur, í afslátt af orkureikningnum. Upphæðin verður hærri fyrir tekjuminni heimili.

Ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra hefur hingað til verið mótfalin því að leggja svokallaðan hvalrekaskatt á hagnað breskra orkufyrirtækja, með þeim rökum að það myndi draga úr fjárfestingu þeirra.

Sagði Sunak að inn í hinum nýja skatti væri innbyggður hvati fyrir orkufyrirtækin að endurfjárfesta hagnaðinum. Því meira sem fyrirtækin endurfjárfesta, því minna þurfa þau að greiða í hvalrekaskatt.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×