Erlent

Alvarlega slösuð eftir öfluga eldingu við Hvíta húsið

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mikið eldingaveður gekk yfir Washington í gærkvöldi.
Mikið eldingaveður gekk yfir Washington í gærkvöldi. Getty

Tveir karlmenn og tvær konur slösuðust alvarlega þegar öflugri eldingu eða eldingum laust niður skammt frá Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í gærkvöldi.

Eldingunni laust niður við Lafayette-torg, rétt við Hvíta húsið. Í frétt Washington Post kemur raunar fram að sex eldingum hafi lostið niður í grennd við Hvíta húsið á sömu sekúndunni, klukkan 18.49 að staðartíma, 22.49 að íslenskum tíma.

Myndbandið sem sjá má hér að neðan er talið sýna eldinguna eða eldingarnar sem fólkið varð fyrir.

Þau sem urðu fyrir eldingunni, eða eldingunum, slösuðust lífshættulega, að því er fram kemur í frétt The Post. Þar segir jafn framt að þau hafi fundist undir trjám, en ekki er mælt með því að leita skjóls undir trjám í eldingaveðri. Fulltrúar lífvarðarsveitar forseta Bandaríkjanna (e. Secret service) voru á meðal þeirra sem veittu fyrstu hjálp.

Gríðarlega öflugt eldingaveður gekk yfir Washington í gærkvöldi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.