Eldingunni laust niður við Lafayette-torg, rétt við Hvíta húsið. Í frétt Washington Post kemur raunar fram að sex eldingum hafi lostið niður í grennd við Hvíta húsið á sömu sekúndunni, klukkan 18.49 að staðartíma, 22.49 að íslenskum tíma.
Myndbandið sem sjá má hér að neðan er talið sýna eldinguna eða eldingarnar sem fólkið varð fyrir.
This appears to be video of the lightning strike outside the White House that critically injured 4 adults this afternoon.
— Ryan Saavedra (@RealSaavedra) August 5, 2022
Experts said 6 separate lightning strikes hit the same exact area within a fraction of a second. pic.twitter.com/Q06ibjsHMh
Þau sem urðu fyrir eldingunni, eða eldingunum, slösuðust lífshættulega, að því er fram kemur í frétt The Post. Þar segir jafn framt að þau hafi fundist undir trjám, en ekki er mælt með því að leita skjóls undir trjám í eldingaveðri. Fulltrúar lífvarðarsveitar forseta Bandaríkjanna (e. Secret service) voru á meðal þeirra sem veittu fyrstu hjálp.
Gríðarlega öflugt eldingaveður gekk yfir Washington í gærkvöldi.