Erlent

Fjögur á­kærð vegna máls Breonna Taylor

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Breonna Taylor var skotin til bana í íbúð sinni árið 2020. 
Breonna Taylor var skotin til bana í íbúð sinni árið 2020.  AP/Vísir

Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul.

Samkvæmt umfjöllun Reuters eru lögregluþjónarnir sagðir hafa notað falskar upplýsingar til þess að verða sér út um leitarheimild til þess að komast inn á heimili Taylor.

Í umfjöllun BBC segir að hingað til hafi aðeins einn lögregluþjónn sem tilheyrði hópnum sem réðst inn á heimili Taylor verið ákærður en hann var sýknaður af kviðdómi fyrr á þessu ári. Hann er þó einn af þeim fjórum sem hafa nú verið ákærð fyrir verknaðinn.

Þrjú af lögregluþjónunum fjórum, Joshua Jaynes, Kelly Hanna Goodlett og Kyle Meany eru sögð ákærð fyrir notkun falskra upplýsinga vegna leitarheimildar en sá fjórði sem hefur jafnframt verið ákærður áður, Brett Hankinson, fyrir óhóflega beitingu á afli.


Tengdar fréttir

Mót­mælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar

Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar.

Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor

Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna dauða Breonna Taylor. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×