Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:07 Taylor lést þegar vopnaðir lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúð hennar og skutu hana til bana þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Getty/Jon Cherry Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð. Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð.
Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira