Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:07 Taylor lést þegar vopnaðir lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúð hennar og skutu hana til bana þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Getty/Jon Cherry Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð. Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð.
Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira