Lögregluþjónn ákærður vegna dauða Breonna Taylor Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2020 17:51 Fólk safnaðist saman við minnisvarða um Taylor í Louisville í dag. AP/Darron Cummings Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Fyrrverandi lögregluþjónninn Brett Hankison hefur verið ákærður vegna atlögunnar sem Breonna Taylor dó í. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum í Louisville í Kentucky í mars. Sá sem var ákærður var ekki ákærður fyrir að hafa banað Taylor. Engir aðrir lögregluþjónar sem að málinu koma verða ákærðir en tveir aðrir lögregluþjónar hleyptu úr byssum sínum. Lögregluþjónar skutu Taylor til bana þegar þeir ruddust inn á heimili hennar 13. mars. Þeir voru að rannsaka fíkniefnamál og höfðu fengið heimild til að leita á heimili Taylor sem krafðist þess ekki að þeir bönkuðu áður en þeir létu til skarar skríða. Hún og kærasti hennar, Kenneth Walker, lágu upp í rúmi og þegar þau heyrðu lætin í lögregluþjónunum óttuðust þau að fyrrverandi kærasti Taylor væri að brjótast inn, samkvæmt Walker. Þegar hurðin að íbúðinni var brotin niður hleypti Walker af einu skoti og særði lögregluþjón. Lögregluþjónarnir hleyptu af fjölmörgum skotum og hæfðu Taylor fimm sinnum. Tuttugu mínútur liðu frá því að Taylor var skotin og þar til henni var útveguð læknishjálp. Hún lést af sárum sínum. Hankison var fyrir utan íbúðina og skaut tíu skotum inn um glugga, án þess að sjá inn um gluggann, vegna gluggatjalda. Það er í trássi við reglur lögreglunnar og var honum vikið úr starfi í kjölfarið. Þegar hann var rekinn stóð í uppsagnarbréfi hans að Hankinson hefði sýnt mikið skeytingarleysi gagnvart mannslífum en kúlur frá honum fóru í gegnum íbúð Taylor og inn í íbúð nágranna hennar. Ekkert skota hans hæfði Taylor. Sjá einnig: Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Svo kallaður Grand Jury komst að þeirri niðurstöðu að ákæra ætti Hankinson. Þá er hópur almennra borgara fenginn til að hlýða á málflutning saksóknara og fara yfir sönnunargögn í málinu fyrir luktum dyrum og taka ákvörðun um hvort ákæra eigi og ef svo er, hverja og fyrir hvað. Sérfræðinar höfðu, samkvæmt New York Times, dregið í efa að nokkur yrði ákærður í málinu og þá aðallega vegna þess að Walker skaut fyrstur úr byssu sinni. Dauði Taylor hefur í samblandi við dauða annarra þeldökkra manna í haldi lögreglu og annarra atvika sem komið hafa upp
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira