Upphitun fyrir elleftu umferð: „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 12:01 Helena Ólafsdóttir fékk til sín góða gesti í fyrsta upphitunarþátt eftir EM-hléið. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir hitaði upp fyrir 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta með EM-förunum Söndru Sigurðardóttur og Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur. Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Besta deildin er hafin að nýju eftir EM-hléið langa og þær Sandra og Áslaug Munda rýndu með Helenu í komandi leiki auk þess að spjalla um Evrópumótið og gengi Íslands þar. 11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport) Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan en leikir Selfoss og ÍBV, og Breiðabliks og Keflavíkur, verða í beinum útsendingum á sportrásum Stöðvar 2 auk þess sem streymi frá öðrum leikjum eru á Bestu deildar rásunum. Umferðin verður svo gerð upp í Bestu mörkunum annað kvöld. Á meðal leikja í umferðinni er viðureign Vals og Þórs/KA en Akureyringar eru með eina liðið sem tekist hefur að vinna Valskonur á þessari leiktíð. Sandra tók undir að Valur hefði því harma að hefna í dag. „Þetta var svolítið dýrt þarna fyrir norðan,“ sagði Sandra sem er þó enn á toppi Bestu deildarinnar með Val, tveimur stigum fyrir ofan Breiðablik. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Upphitun fyrir 11. umferð í Bestu deild kvenna Umræða um EM var auðvitað fyrirferðarmikil í upphitunarþætti dagsins enda stutt síðan að þjóðin fylgdist spennt með frammistöðu Söndru, Mundu og annarra leikmanna íslenska liðsins sem gerði 1-1 jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en féll þó úr keppni. Erfitt að yfirgefa mótið „Við vorum með markmið sem við því miður náðum ekki að þessu sinni, þannig að það var svolítið erfitt að yfirgefa mótið. Það er frábær árangur að tapa ekki leik en markmiðinu var ekki náð og þá er það svekkjandi,“ sagði Áslaug Munda en þær Sandra eru staðráðnar í að komast með Íslandi á HM á næsta ári. Áslaug Munda á aðeins tvo deildarleiki og einn bikarleik eftir með Blikum áður en hún heldur út til Bandaríkjanna vegna háskólanáms síns í Harvard. Hún segir það ekki mikið síðra að spila leiki í Bestu deildinni en á EM: „Það er auðvitað tilbreyting að vera ekki með fulla stúku af ættmennum og íslensku stuðningsfólki, syngjandi og trallandi, en það er alltaf gott að koma á Kópavogsvöll og spila sinn leik,“ sagði Áslaug Munda. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
11. umferð Bestu deildar kvenna Fimmtudagur: 17.30 Valur - Þór/KA 17.30 Selfoss - ÍBV (Stöð 2 Sport 2) 19.15 KR - Stjarnan 20.00 Afturelding - Þróttur Föstudagur: 19.15 Breiðablik - Keflavík (Stöð 2 Sport) 21.15 Bestu mörkin (Stöð 2 Sport)
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira