Enski boltinn

Koulibaly hringdi í John Terry og bað um leyfi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kalidou Koulibaly í Chelsea  búningnum þegar hann var kynntur í Las Vegas.
Kalidou Koulibaly í Chelsea  búningnum þegar hann var kynntur í Las Vegas. Getty/Chelsea FC

Kalidou Koulibaly er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea sem keypti hann frá Napoli í síðasta mánuði.

Koulibaly er 31 árs gamall miðvörður og landsliðsmaður Senegal. Hann hefur lengi verið í hópi sterkustu varnarmanna ítölsku deildarinnar.

Getty/Darren Walsh

Koulibaly hafði leikið með ítalska félaginu undanfarin átta tímabil og alltaf í treyju númer 26.

Vandamálið var að treyja númer 26 hjá Chelsea tilheyrði einni stærstu goðsögn félagsins og í henni hefur enginn spilað síðan að John Terry setti knattspyrnuskóna upp á hillu.

Koulibaly vildi endilega spila áfram í treyju númer 26 og ákvað því að hringja í John Terry og biðja um leyfi að fá að spila í 26 hjá Chelsea.

Það má sjá símtalið hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.