Erlent

Ógnar­miklir skógar­eldar í Kali­forníu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Illa hefur gengið að ná tökum á skógareldunum.
Illa hefur gengið að ná tökum á skógareldunum. Getty/Neal Waters

Ógnarmiklir skógareldar loga nú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum. Tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín og slökkvilið hefur áhyggjur af þrumuveðri sem er í kortunum. Eldarnir eru þeir mestu í ríkinu á þessu ári.

„Grasið er svo þurrt þessa stundina að neisti frá eldingu getur auðveldlega kveikt mikið bál. Þessum þrumuveðrum fylgja þar að auki sterkir vindar sem valda því að eldurinn breiðist enn hraðar út,“ segir landvörðurinn Adrienne Freeman við Guardian.

McKinney skógareldarnir ná nú yfir rúmlega tuttugu þúsund hektara svæði og tvö þúsund manns hafa verið gert að yfirgefa heimili sín. Eldsupptök eru ókunn og yfirvöld segja að ekki hafi tekist að ná stjórn á eldunum að neinu leyti.

Hér að neðan má sjá frétt ABC og myndbönd af eldunum.


Tengdar fréttir

„Þetta er allt að springa á sama tíma“

Ekkert lát er á gríðarlegum gróðureldum í hitabylgju á meginlandi Evrópu. Þúsundir hafa flúið heimili sín og mörg hundruð eru látin vegna hitans. Íslendingur í Portúgal lýsir skelfilegum aðstæðum þar sem eldarnir loga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.