Erlent

Rússar vilja hengja her­­mennina

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Úkraínumenn segja Rússa hryðjuverkamenn.
Úkraínumenn segja Rússa hryðjuverkamenn. Getty/Widak

Rússar vilja hengja hermenn úr Azov-herdeildinni. Þeir segja hermennina eiga skilið niðurlægjandi dauðdaga en Úkraínumenn segja ummælin viðurstyggileg.

Rússneska sendiráðið í Bretlandi tísti í gær að réttast væri að hengja hermenn úr herdeildinni sem varði Azovstal-stálverksmiðjuna í Mariupol. Rússar segja herdeildina vera skipaða nýnasistum. The Guardian greinir frá.

„Taka á hermenn úr Azov-herdeildinni af lífi. Það er ekki nóg að láta skjóta þá til dauða heldur á að hengja þá af því þeir eru ekki alvöru hermenn. Það á að niðurlægja þá,“ sagði sendiráðið í tísti.

Stjórnendur samfélagsmiðilsins ákváðu að eyða ekki tístinu en fyrirvari er settur á skilaboðin um að innihaldið feli í sér hatursfull skilaboð.

Andryi Yermak skrifstofustjóri Úkraínuforseta svaraði ummælunum á samskiptamiðlinum Telegram.

„Rússland er hryðjuverkaríki. Það eru aðeins villimenn og hryðjuverkamenn sem segja að einhver eigi þetta skilið á tuttugustu og fyrstu öldinni. Rússar styðja hryðjuverkastarfsemi, það er alveg augljóst,“ sagði Yermak.


Tengdar fréttir

„Fjöldamorð á úkraínskum stríðsföngum“

Rússar og Úkraínumenn saka hvorir aðra um að hafa orðið fimmtíu manns að bana í sprengjuárás á stríðsfangelsi í Donetsk héraði. Úkraínuforseti kallar árásina stríðsglæp og kallar eftir rannsókn Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.