„Erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 14:31 Elísa Viðarsdóttir er fyrirliði Íslandsmeistara Vals. stöð 2 Keppni í Bestu deild kvenna hefst aftur í kvöld með tveimur leikjum. Elísa Viðarsdóttir, sem er nýkomin af Evrópumótinu í Englandi, og stöllur hennar í Val taka á móti Stjörnunni. „Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Ég er búin að ná einhverjum 4-5 æfingum með liðinu. Það tók nokkra daga að lenda eftir EM og hreinsa það. Nú er ég klár í slaginn með Val,“ sagði Elísa í samtali við Val Pál Eiríksson í dag. Íslandsmeistarar Vals eru með fjögurra stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. Stjarnan er aftur á móti í 3. sætinu, sex stigum á eftir Val. „Þetta leggst vel í mig. Það eru allir leikir ofboðslega mikilvægir fyrir okkur sem erum í toppbaráttunni. Það má enginn leikur tapast, þannig séð. Leikurinn er alveg jafn mikilvægur og aðrir leikir. Stjarnan er með hörkugott lið, reynslumikinn þjálfara og búnar að vera lengi saman. Þær eru verðugur andstæðingur og það verður ótrúlega gaman að mæta þeim í kvöld,“ sagði Elísa. Klippa: Viðtal við Elísu Viðarsdóttur Valur vann síðustu þrjá leiki sína fyrir EM-hléið en um einn og hálfur mánuður er frá síðasta leik liðsins. „Ég held að þetta sé allt í góðu og ég vona að stelpurnar hafi nýtt fríið vel. Það er ekki oft sem það gefst frí svona að sumri til og ég er handviss um að það gefi þeim byr undir báða vængi og þær komi sprækar og orkumiklar inn í seinni hlutann. Ég veit líka að þær eru búnar að æfa vel,“ sagði Elísa sem hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum tíu deildarleikjum Vals í sumar. Aðalkeppinautur Vals í toppbaráttunni, Breiðablik, á einnig leik í kvöld, gegn nýliðum KR á Kópavogsvelli. Valskonur og Blikar hafa barist um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin ár. „Við erum vanar því að vera í toppbaráttu og það er forréttindastaða. Það eru forréttindi að vera í slíku félagi og þurfa að fara í hvern einn og einasta leik, leggja allt í sölurnar og ná þremur stigum. Það er gott umhverfi að vera í,“ Elísa en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Vals og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira