Íslenski boltinn

Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Maciej Makusewski er á heimleið, en hann gekk í raðir Leiknismanna í febrúar á þessu ári.
Maciej Makusewski er á heimleið, en hann gekk í raðir Leiknismanna í febrúar á þessu ári. Vísir/Sigurjón

Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá, en þessi 32 ára vængmaður gekk í raðir Leiknis í febrúar á þessu ári og hefur komið við sögu í 12 leikjum í Bestu deildinni, þar af níu sem byrjunarliðsmaður. Hann skoraði eitt deildarmark fyrir liðið.

Eins og áður segir á hann að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið og því voru gerðar miklar væntingar til leikmannsins. Hann hefur þó ekki staðið undir þeim væntingum og er nú á heimleið.

Makusewski er annar leikmaðurinn sem yfirgefur Leikni í félagsskiptaglugganum sem lokaði á miðnætti í gærkvöldi. Áður hafði Arnór Ingi Kristinsson yfirgefið liðið og gengið í raðir Vals, en Leiknismenn fengu þó Adam Örn Arnarson á láni frá Breiðablik.

Leiknismenn sitja í fallsæti Bestu-deildar karla með tíu stig eftir 14 umferðir, einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×