Erlent

Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Kornútflutningur hefur verið í lamasessi í Úkraínu síðustu mánuði.
Kornútflutningur hefur verið í lamasessi í Úkraínu síðustu mánuði. epa

Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 

Samningar um útflutning á úkraínsku korni náðust milli Úkraínu og Rússlands í Istanbúl nú fyrir helgi með milligöngu Receps Erdogan, Tyrklandsforseta og Antonios Guterres, aðalritara sameinuðu þjóðanna. Rússar höfðu haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði og hefur það ógnað fæðuöryggi um allan heim. 

Þrátt fyrir verðlækkunina hafa sérfræðingar efasemdir um að samkomulagið muni ná tilætluðum árangri og að ekki sé nægur vilji hjá stjórnvöldum í Moskvu til að standa við samninginn. Í frétt Guardian er haft eftir Michael Zuzolo, forseta Greiningardeildar matarbirgða í heiminum: „Ég er enn skeptískur og held að ég sé ekki einn um að standa í þeirri trú að samningurinn muni ekki flytja mikið korn.

Hann bætti við að hveitiverð gæti í raun ekki lækkað mikið meira í ljósi þurrka í Evrópu.


Tengdar fréttir

Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu

Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum.

Guter­res segir samninginn það mikil­vægasta sem hann hafi gert hjá SÞ

Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins.

Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu

Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×