Nuland var gestur á öryggisráðstefnu í Aspen í dag og lét þessi orð falla. Hún sagði Rússa fyrst gera börnin að munaðarleysingjum með því að drepa foreldra þeirra og steli síðan sömu munaðarleysingjunum.
State s Nuland says Russia has taken up to 1,000 Ukrainian orphans and given them to Russian families. "First Russia makes orphans and then it steals those orphans. @AspenSecurity
— Peter Baker (@peterbakernyt) July 22, 2022
Hún var ansi harðorð í garð Rússa á ráðstefnunni og sagði einnig að gjörðir Rússa eftir innrás sína í Úkraínu væru „Hitler-legar“, þá sérstaklega flokkunarbúðir sem þeir hafa sett upp fyrir þá sem koma til landsins frá Úkraínu.
Tough words from Undersec of State Toria Nuland re Russian atrocities in Ukraine and filtration camps, with both 'Hitlerian' and 'medieval' aspects. #AspenSecurity
— Susan Glasser (@sbg1) July 22, 2022
Í dag var greint frá því að Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar hefðu komist að samkomulagi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Nuland vill meina að Rússar hafi eingöngu skrifað undir samkomulagið vegna þrýstings frá umheiminum.
„Þetta hefði getað gerst auðveldlega, það hefði verið hægt að gera samninginn á bakhlið umslags um miðjan dag ef vilji væri fyrir hendi,“ segir Nuland en hún vill meina að Rússar hafi tafið undirritun samningsins verulega. „Nú eru Rússar skyldugir til að koma þessu í framkvæmd.“