Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2022 15:22 Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands undirrituðu samkomulagið. Epa/SEDAT SUNA Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44