Enski boltinn

Lingard sá ellefti sem nýliðarnir fá

Sindri Sverrisson skrifar
Jesse Lingard er orðinn leikmaður Nottingham Forest.
Jesse Lingard er orðinn leikmaður Nottingham Forest. nottinghamforest.co.uk

Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var í dag formlega kynntur til leiks sem nýjasti liðsmaður Nottingham Forest.

Lingard er ellefti leikmaðurinn sem Forest fær í sumar eftir að félagið vann sig upp í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik í vor.

Lingard, sem er 29 ára og á að baki 32 landsleiki fyrir England, hafði verið í yfir tvo áratugi hjá Manchester United er samningur hans við félagið rann út í júní.

Lingard var einnig orðaður við West Ham eftir að hafa slegið þar í gegn sem lánsmaður tímabilið 2020-21 og skorað níu mörk í 16 deildarleikjum. Hann átti sömuleiðis í viðræðum við Everton.

Hjá Forest hittir Lingard fyrir markvörðinn Dean Henderson sem var liðsfélagi hans hjá United en var í sumar lánaður til Forest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×