Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 12:31 Frank Lampard segir að leikmenn Everton þurfi að gera betur til að sleppa við aðra fallbaráttu. Brace Hemmelgarn/Everton FC via Getty Images Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum. Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira
Everton bjargaði sér endanlega frá falli á seinustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni með 3-2 sigri gegn Crystal Palace í næst seinustu umferð deildarinnar. Dominic Calwert-Lewin skoraði sigurmark liðsins á 85. mínútu eftir að Crystal Palace hafði komist í 0-2 í fyrri hálfleik. Eins og áður segir tapaði liðið 4-0 gegn Minnesota United í nótt, en Everton hefur þá tapað báðum leikjum sínum á undirbúningstímabilinu. Everton mátti þola 2-0 tap gegn Arsenal í fyrsta leik sínum á þessu undirbúningstímabili. NEWS | Frank Lampard has warned that #EFC could face another relegation battle after the club lost 4-0 to MLS side Minnesota United in pre-season.More from @jwhitey98 https://t.co/oGZat1SfZR— The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 21, 2022 Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir tapið í nótt. Hann sagði að bæði hann og leikmenn liðsins þyrftu að gera betur til að forðast aðra fallbaráttu. „Leikmenn liðsins verða að skilja að við vorum í fallbaráttu stóran hluta seinasta tímabils,“ sagði Lampard. „Við áttum frábært kvöld [á móti Crystal Palace] og náðum í frábær úrslit sem voru söguleg fyrir félagið. En um leið og það var búið þá lagði ég það til hliðar og leikmennirnir verða að gera það líka.“ „Við vorum í þessari baráttu af ástæðu og ef við viljum ekki lenda í sömu stöðu aftur þá þurfa leikmennirnir að gera betur. Ég þarf að gera betur.“ „Það er mikið sem við þurfum að pæla í og það er mikil vinna framundan,“ sagði Lampard að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Fleiri fréttir Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Sjá meira