Erlent

Ekkert bendi til þess að Pútín sé illa haldinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
William Burns, forstjóri CIA.
William Burns, forstjóri CIA. Getty

Ekkert bendir til þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé við bága heilsu. Þetta segir forstjóri CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna en sögusagnir hafa verið um að forsetinn sé langt leiddur af alvarlegum sjúkdómi, mögulega krabbameini.

William Burns forstjóri CIA segir hinsvegar að ekkert í gögnum leyniþjónustunnar bendi til þess að þetta sé raunin. Þessi orð lét Burns falla á öryggisráðstefnu í Colorado í Bandaríkjunum í gær. Forstjórinn bætti við í léttum dúr að raunar virtist Pútín vera við of góða heilsu að sínu mati. 

Burns segir að Pútín sé fullviss um að örlög sín séu þau að endurvekja Rússland sem stórveldi í heiminum og að lykillinn að því sé að ná taki á löndunum í kringum Rússland og því hafi innrásin í Úkraínu verið nauðsynleg að hans mati. Forstjórinn bætti því síðan við að Pútín hafi misreiknað alvarlega baráttuþrek Úkraínumanna og stuðning vesturlanda við þá, en Bandaríkjamenn samþykktu í gær að senda Úkraínu enn fleiri háþróuð stórskotaliðsvopn.


Tengdar fréttir

Spurningar vakna um heilsu Pútíns

Heilsufar Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, er nú á allra vörum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að forsetinn hafi frestað fundum og ferðalögum sínum þangað til í desember.

Vaktin: Þver­tekur fyrir orð­róm um að Pútín sé veikur

Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×