Erlent

Spurningar vakna um heilsu Pútíns

Fyrr í vikunni sást til Pútín haltra á samstarfsfundi Kyrrahafs- og Asíuríkja.
Fyrr í vikunni sást til Pútín haltra á samstarfsfundi Kyrrahafs- og Asíuríkja. MYND/AP
Heilsufar Vladimírs Pútín, Rússlandsforseta, er nú á allra vörum. Rússneskir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að forsetinn hafi frestað fundum og ferðalögum sínum þangað til í desember.

Fyrr í vikunni sást til Pútín haltra á samstarfsfundi Kyrrahafs- og Asíuríkja. Talið er að Pútín, sem er með svarta beltið í júdó og gæðir sér á hráum eggjum daglega, hafi rifið upp gömul meiðsl þegar hann tók þátt í svifdrekaflugi í Síberíu á dögunum. Þar hjálpaði forsetinn hegrum sem lögðu upp í farflug.

Í tilkynningu frá upplýsingafulltrúa kemur fram að veikindi Pútíns séu ekki alvarleg. Þá er bent á að meiðsli séu algeng meðal ötulla íþróttamanna.

Tæpt hálft ár er liðið frá því að Pútín hóf þriðja kjörtímabil sitt í embætti forseta Rússlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×