Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 21:30 Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira
Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Sjá meira