Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 21:30 Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira