Leggja niður störf í kæfandi hita á Suður-Jótlandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 12:05 Karen Guðnadóttir með Molly sína fyrr í sumar, í þægilegum 20 stigum. Hitabylgjan sem herjað hefur á Evrópubúa síðustu daga færist nú norður á bóginn en hitameti er spáð í Danmörku í dag. Íslendingur syðst á Jótlandi, þar sem hitametið gæti fallið, segir hitann óbærilegan og fólk sé byrjað að leggja niður störf vegna hans. Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen. Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Gærdagurinn var vægast sagt þrúgandi í álfunni en hæsti hiti frá upphafi, 40,3 stig, mældist í Bretlandi. Þá fór hitinn í 37,7 stig í Belgíu, næsthæsti hiti sem mælst hefur, og gærdagurinn var jafnframt sá heitasti það sem er sumri í Þýskalandi - þar fór hitinn upp í 39,5 stig í Duisburg. Og hjá nágrönnum okkar í Danmörku búast veðurfræðingar við hitameti. Núverandi met er 47 ára gamalt en 10. ágúst 1975 mældust 36,4 stig í Holstebro á norðvestanverðu Jótlandi. Sören Jacobsen veðurfræðingur segir við danska ríkisútvarpið DR að vel gæti orðið heitara í dag. Og ef ekki verði í það minnsta júlímetið að öllum líkindum slegið en það stendur nú í 35,3 gráðum árið 1941. Þá verði líklegast heitast á Suður-Jótlandi. Erfitt að venjast hitanum Karen Guðnadóttir vinnur á golfvelli á Suður-Jótlandi, um tuttugu mínútur frá þýsku landamærunum. Hún var stödd á vellinum þegar fréttastofa náði tali af henni rétt fyrir fréttir. „Ég var að spyrja kollega minn hérna, því hún var með hitamæli í skugga og það eru búnar að mælast yfir 34 gráður. Og enn er spáð meiri hita eftir því sem líður á daginn. Þess vegna eru verkamenn sem vinna úti bara hættir að vinna. Því þegar þetta kemur í svona tvo, þrjá daga þá venst maður þessu ekkert,“ segir Karen. „Þetta er bara eins og að labba inn í gufu.“ Karen, sem er fyrrverandi landsliðskylfingur, vinnur innandyra á golfvellinum svo hún getur haldið sínu striki í dag. En hún segir ljóst lítið verði um að vera á vellinum sjálfum í þessum mikla hita. „Fólk er hætt að spila. Og ég sjálf myndi aldrei fara í golf í þessu,“ segir Karen.
Náttúruhamfarir Íslendingar erlendis Danmörk Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira