Þrír eftir í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 20:30 Ef Rishi Sunak nær kjöri sem leiðtogi Íhaldsflokksins yrði það í fyrsta sinn sem forsætisráðherra Bretlands væri af indverskum ættum. Hann er sjálfur fæddur í Bretlandi en foreldrar hans fæddust og ólust upp í Punjab héraði á Indlandi. AP/Victoria Jones Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands leiðir áfram að lokinni fjórðu umferð í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins í dag. Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Þessi þrjú standa eftir að lokinni fjórðu umferð leiðtogakjörsins í dag. Á morgun ræðst hvaða tvö þeirra berjast að lokum um leiðtogaembættið í Íhaldsflokknum og um leið forsætisráðherrastólinn.grafík/Hjalti Sunak hlaut atkvæði 118 þingmanna flokksins og bætti við sig þremur. Penny Mordaunt utanríkis-viðskiptaráðherra er áfram í öðru sæti með 92 atkvæði, bætti við sig tíu og Liz Truss utanríkisráðherra er einnig áfram í þriðja sæti með 86 atkvæði, bætir við sig 15 atkvæðum. Penny Mordaunt utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands er vinsæl innan Íhaldsflokksins. Andstæðingar hennar segja reynsluna af henni í ráðherraembætti þó sýna að hún muni ekki valda leiðtogaembættinu.AP/Victoria Jones Bilið milli Truss og Mordaunt hefur því minnkað frá upphafi kjörsins. Það kemur í ljós að lokinni fimmtu umferð í kosningu þingmanna á morgun hvort Truss nær að vinna sig upp í annað sætið en hún og Mordaunt hafa báðar sætt mikilli gagnrýni úr ólíkum áttum innan Íhaldsflokksins undanfarna viku. Kemi Badenoch fékk 59 atkvæði, bætti við sig einu og fellur úr leik samkvæmt reglum flokksins. Liz Truss utanríkisráðherra hefur verið í þriðja sæti í gegnum allar umferðir leiðtogakjörsins en sækir á. Henni er helst talið það til foráttu að hafa stuttu áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu.AP/Frank Augstein Eftir atkvæðagreiðslu þingmanna á morgun verða aðeins tveir frambjóðendur eftir sem almennir flokksmenn kjósa síðan á milli. Niðurstaða þeirrar kosningar verður kynnt hinn 5. september og þá kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands.
Bretland Tengdar fréttir Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39 Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Sjá meira
Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði. 14. júlí 2022 14:39
Mordaunt talin sigurstranglegust í annarri umferð Íhaldsmanna Önnur umferð í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi fer fram í dag og ættu úrslit að liggja fyrir um klukkan tvö í dag. Sex frambjóðendur berjast nú um leiðtogaembættið og um leið forsætisráðherrastólinn eftir fyrstu umferð í gær. 14. júlí 2022 08:15