Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2022 10:43 Nancy Pelosi yrði fyrsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að heimsækja Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar hóta harkalegum viðbrögðum við mögulegri heimsókn. AP/Mariam Zuhaib Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í morgun að heimsókn Pelosi til Taívan myndi „grafa alvarlega undan fullveldi Kína“. Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhao að verði af heimsókninni muni Kínverjar grípa til afgerandi og harkalegra viðbragða og afleiðingar þess verði á fulli ábyrgð Bandaríkjamanna. Fincancial Times (áskriftarvefur) segir ráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa áhyggjur af heimsókninni og að hún muni auka spennu milli Bandaríkjanna og Kína. Upprunalega ætlaði Pelosi til Taívans í apríl en þeirri ferð var frestað. Þetta yrði í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem forseti fulltrúadeildarinnar færi til Taívans, samkvæmt frétt Politico. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, sagði nýverið að ekkert myndi koma í veg fyrir sameiningu ríkjanna og mögulega með innrás. Sérstaklega ef Taívanar lýsa yfir sjálfstæði. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Kínverjar kröfðust þess í gær að Bandaríkin hættu við umfangsmikla vopnasölu til Taívans, sem metin er á um 108 milljónir dala. Það samsvarar um 14,6 milljarða króna. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í morgun að heimsókn Pelosi til Taívan myndi „grafa alvarlega undan fullveldi Kína“. Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhao að verði af heimsókninni muni Kínverjar grípa til afgerandi og harkalegra viðbragða og afleiðingar þess verði á fulli ábyrgð Bandaríkjamanna. Fincancial Times (áskriftarvefur) segir ráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa áhyggjur af heimsókninni og að hún muni auka spennu milli Bandaríkjanna og Kína. Upprunalega ætlaði Pelosi til Taívans í apríl en þeirri ferð var frestað. Þetta yrði í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem forseti fulltrúadeildarinnar færi til Taívans, samkvæmt frétt Politico. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, sagði nýverið að ekkert myndi koma í veg fyrir sameiningu ríkjanna og mögulega með innrás. Sérstaklega ef Taívanar lýsa yfir sjálfstæði. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Kínverjar kröfðust þess í gær að Bandaríkin hættu við umfangsmikla vopnasölu til Taívans, sem metin er á um 108 milljónir dala. Það samsvarar um 14,6 milljarða króna.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira