Hóta harkalegum viðbrögðum við heimsókn til Taívans Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2022 10:43 Nancy Pelosi yrði fyrsti forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til að heimsækja Taívan í aldarfjórðung. Kínverjar hóta harkalegum viðbrögðum við mögulegri heimsókn. AP/Mariam Zuhaib Ráðamenn í Kína vöruðu í morgun við harkalegum viðbrögðum við mögulegri ferð Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans í næsta mánuði. Heimsókn Pelosi, sem hefur lengi verið gagnrýnin í garð Kína, muni hafa alvarlegar afleiðingar. Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í morgun að heimsókn Pelosi til Taívan myndi „grafa alvarlega undan fullveldi Kína“. Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhao að verði af heimsókninni muni Kínverjar grípa til afgerandi og harkalegra viðbragða og afleiðingar þess verði á fulli ábyrgð Bandaríkjamanna. Fincancial Times (áskriftarvefur) segir ráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa áhyggjur af heimsókninni og að hún muni auka spennu milli Bandaríkjanna og Kína. Upprunalega ætlaði Pelosi til Taívans í apríl en þeirri ferð var frestað. Þetta yrði í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem forseti fulltrúadeildarinnar færi til Taívans, samkvæmt frétt Politico. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, sagði nýverið að ekkert myndi koma í veg fyrir sameiningu ríkjanna og mögulega með innrás. Sérstaklega ef Taívanar lýsa yfir sjálfstæði. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Kínverjar kröfðust þess í gær að Bandaríkin hættu við umfangsmikla vopnasölu til Taívans, sem metin er á um 108 milljónir dala. Það samsvarar um 14,6 milljarða króna. Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Zhao Lijian, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði í morgun að heimsókn Pelosi til Taívan myndi „grafa alvarlega undan fullveldi Kína“. Samkvæmt frétt Reuters sagði Zhao að verði af heimsókninni muni Kínverjar grípa til afgerandi og harkalegra viðbragða og afleiðingar þess verði á fulli ábyrgð Bandaríkjamanna. Fincancial Times (áskriftarvefur) segir ráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa áhyggjur af heimsókninni og að hún muni auka spennu milli Bandaríkjanna og Kína. Upprunalega ætlaði Pelosi til Taívans í apríl en þeirri ferð var frestað. Þetta yrði í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem forseti fulltrúadeildarinnar færi til Taívans, samkvæmt frétt Politico. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Forsvarsmenn Kommúnistaflokksins hafa heitið því að ná völdum í Taívan, með valdi ef nauðsynlegt sé. Xi Jinping, forseti Kína, hefur sagt það „óhjákvæmilegt“ að Taívan verði hluti af Kína. Wei Fenghe, varnarmálaráðherra Kína, sagði nýverið að ekkert myndi koma í veg fyrir sameiningu ríkjanna og mögulega með innrás. Sérstaklega ef Taívanar lýsa yfir sjálfstæði. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Kínverjar hafa beitt Taívan sífellt meiri þrýstingi á undanförnum árum og hafa verið sakaðir um að reyna að draga máttinn úr verjendum eyjunnar með óhefðbundnum hernaði. Málefni eyríkisins á stóran þátt í versnandi samskiptum Bandaríkjanna og Kína á undanförnum árum. Kínverjar kröfðust þess í gær að Bandaríkin hættu við umfangsmikla vopnasölu til Taívans, sem metin er á um 108 milljónir dala. Það samsvarar um 14,6 milljarða króna.
Taívan Kína Bandaríkin Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira