Erlent

Tug­end­hat úr leik í bar­áttunni um leið­toga­sætið

Árni Sæberg skrifar
Tom Tugendhat verður ekki næsti forsætisráðherra Bretlands.
Tom Tugendhat verður ekki næsti forsætisráðherra Bretlands. EPA-EFE/JONATHAN HORDLE

Tom Tugendhat fékk fæst atkvæði í þriðju umferð leiðtogakjörs Íhaldsflokksins í Bretlandi. Rishi Sunak, fyrrverandi fjármálaráðherra, leiðir enn.

Tugendhat hlaut aðeins 31 atkvæði og er þar með úr leik. Rishi Sunak hlaut flest þeirra 357 atkvæða sem greidd voru í dag eða 115.

Panny Mordaunt, sem talin er líklegasti arftaki Borisar Johnson sem leiðtogi Íhaldsmanna, hreppti annað sætið með 82 atkvæði. Þar á eftir koma Liz Truss með 71 atkvæði og Kemi Badenoch með 58.

Þingmenn Íhaldsflokksins greiða atkvæði í tveimur umferðum til viðbótar þar til aðeins tveir frambjóðendur eru eftir. Þá fer fram kosning sem allir meðlimir Íhaldsflokksins hafa atkvæðisrétt í.

Miðað við skoðanakannanir YouGov er Penny Mordaunt líklegust til að vinna þá kosningu en hún tapar fylgi meðal þingmanna milli umferða. Rishi Sunak vantar aðeins fimm atkvæði til viðbótar til að tryggja sæti sitt í lokaumferðinni, að því er segir í samantekt the Guardian. 

Ljóst er að til mikils er að vinna í baráttunni um leiðtogasætið þar sem arftaki Johnson verður einnig næsti forsætisráðherra Bretlands.


Tengdar fréttir

Rishi Sunak leiðir í leiðtogakjörinu

Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands er enn efstur í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í Bretlandi að lokinni annarri umferð með atkvæði frá 101 þingmanni flokksins. Penny Mordaunt heldur einnig öðru sætinu með 83 atkvæði og Liz Truss utanríkisráðherra því þriðja með 64 atkvæði.

Staðan gæti breyst í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins í dag

Sérfræðingur um málefni breska Íhaldsflokksins segir vel geta gerst að einhverjir þeirra sem komast áfram í annarri umferð í leiðtogakjöri flokksins í dag dragi sig í hlé og lýsi yfir stuðningi við einhvern þeirra efstu. Sama hver niðurstaðan verði að lokum megi ekki búast við stefnubreytingu í helstu málum flokksins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×