Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 07:23 Milljónir tonna af kornvöru sitja föst í birgðageymslum Úkraínu vegna átkanna í landinu. epa/Sergei Ilnitsky Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku. Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Það mun meðal annars fela í sér sameiginlegt eftirlit í höfnum Úkraínu og þá skuldbinda Tyrkir sig til að tryggja öryggi sjóleiða flutningsskipa. Tyrkir munu einnig koma á fót samhæfingarstöð um útflutninginn, í samvinnu við Úkraínumenn, Rússa og Sameinuðu þjóðirnar. Áhyggjur hafa verið uppi um yfirvofandi fæðuskort og hungursneyð víða um heim vegna rofs á útflutningi kornvöru frá Úkraínu vegna innrásar Rússa en Úkraínu og Rússland, sem nú sætir hörðum refsiaðgerðum, eru meðal stærstu útflutningsríkja korns í heiminum. A ray of hope in a world darkened by crises.Today in Istanbul, we have seen a major step forward to ensure the export of Ukrainian food products through the Black Sea.I salute the commitment of all those working to secure an agreement for our common humanity.— António Guterres (@antonioguterres) July 13, 2022 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að um væri að ræða marktækt skref í átt að því að endurhefja útflutninginn og að hann væri þakklátur Tyrkjum og Sameinuðu þjóðunum fyrir aðkomu þeirra að málinu. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði sömuleiðis um mikilvægt skref að ræða en varaði við því að enn væri eftir að útfæra ákveðin tæknileg atriði. Samkomulagið sýndi að Úkraínumenn og Rússar gætu talað saman en að friður væri langt handan seilingar. Interfax hafði eftir fulltrúa rússneska utanríkisráðuneytisins að Rússar myndu vilja koma að öllu eftirliti með flutningunum til að koma í veg fyrir vopnasmygl. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um þjófnað á uppskeru landsins, sem hafi meðal annars verið flutt til Tyrklands.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tyrkland Matvælaframleiðsla Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira