Enski boltinn

Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmaðurinn sem um ræðir fær að æfa áfram með liði sínu.
Leikmaðurinn sem um ræðir fær að æfa áfram með liði sínu. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images

Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu.

Þetta segir liðið í samtali við vefmiðilinn The Athletic, en leikmaðurinn var handtekinn fyrr í þessum mánuði grunaður um nauðgun. Degi síðar kom svo í ljós að hann væri grunaður um tvö slík brot til viðbótar. Leikmaðurinn neitar sök.

Hvorki leikmaðurinn né liðið sem um ræðir er nefnt á nafn af lagalegum ástæðum. Vitað er að leikmaðurinn er 29 ára gamall landsliðsmaður sem er á leið á HM í Katar og að hann var handtekinn á heimili í norðurhluta Lundúna.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem leikmaður heldur áfram að æfa og spila með liði sínu eftir að hafa verið sakaður um glæpi sem þessa. Nýjustu dæmin eru að Yves Bissouma, þáverandi leikmaður Brighton og núverandi leikmaður Tottenham, hélt sínu striki með Brighton eftir að hafa verið sakaður um kynferðisofbeldi í október á síðasta ári. Hann hefur hins vegar verið hreinsaður af þeim ásökunum.

Þá hélt Benjamin Mandy áfram að æfa og spila með Manchester City þangað til hann var ákærður af lögreglu, en leikmaðurinn er sakaður um níu kynferðisbrot gegn sex konum.

Hins vegar eru einnig nýleg dæmi um leikmenn sem hafa verið settir út í kuldann eftir að hafa verið ásakaðir um gróf kynferðisbrot. Frægustu dæmin eru líklegast mál Mason Greenwood, leikmanns Manchester United, og Gylfa Þórs Sigurðssonar, þáverandi leikmanns Everton.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×