Enski boltinn

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni handtekinn grunaður um nauðgun

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun.
Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur verið handtekinn grunaður um nauðgun. Plumb Images/Leicester City FC via Getty Images

Ónafngreindur leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu var fyrr í dag handtekinn grunaður um nauðgun.

Frá þessu er meðal annars greint á The Athletic. Leikmaðurinn er ekki nefndur á nafn þar sem það færi gegn breskum lögum, en á vef breska ríkisútvarpsins segir að leikmaðurinn sé 29 ára gamall.

Leikmaðurinn var handtekinn á heimili í Barnet í norður Lundúnum.

„Þann 4. júlí til­kynnti kona á þrítugs­aldri lög­reglu um ásök­un um nauðgun. Þar kom fram að meint nauðgun hafi átt sér stað í júní 2022,“ sagði í tilkynningu frá lögreglunni í London.

Maður­inn var hand­tek­inn á heim­ili í Barnet grunaður um nauðgun og færður í gæslu­v­arðhald þar sem hann er nú. Rann­sókn á at­b­urðarás­inni er í full­um gangi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×