Forseti Srí Lanka staðfestir að hann muni segja af sér Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2022 07:49 Gotabaya Rajapaksa hefur aðeins verið forseti Srí Lanka frá árinu 2019. Andy Buchanan/Getty Forseti Srí Lanka hefur tilkynnt að hann muni láta undan kröfum mótmælenda og segja af sér. Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert. Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Gotabaya Rajapaksa, forseti Srí Lanka, hefur tilkynnt fráfarandi forsætisráðherra landsins, Ranil Wickremesinghe, að hann muni segja af sér. Sjálfur tilkynnti Wickremesinghe að hann myndi láta af völdum þegar srílankska þingið kemur sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Rajapaksa hafur farið huldu höfði síðan á laugardag þegar mótmælendur brutust inn á heimili hans og skrifstofu í efnahagslegu höfuðborginni Kólombó. Mótmælendur eru enn inni á heimili hans og hafa sagst ekki munu fara fet fyrr en forsetinn segir af sér. Talið er að forsetinn haldi til á herskipi undan ströndum Srí Lanka. Ekki fyrsti Rajapaksa sem bolað er frá völdum Alda mótmæla hefur gengið yfir Srí Lanka undanfarna mánuði og hún náði suðupunkti um helgina þegar þúsundur fylktust út á götu og kröfðust afsagna forsetans og forsætisráðherrans. Áður höfðu mótmælendur náð að bola Mahinda Rajapaksa, bróður fráfarandi forseta, úr stóli forsætisráðherra. Mótmælendur hafa kennt stjórnvöldum, og sér í lagi Rajapaksa-bræðrum, um efnhagskreppu í landinu sem er sú versta í sögu þess. Mikill skortur er í landinu á öllum nauðsynjum, til að mynda gripu stjórnvöld til þess ráðs nýverið að banna sölu eldsneytis nema til farartækja sem teljast nauðsynleg samfélaginu. Í frétt breska ríkisútvarpsins um málið segir að samkvæmt stjórnarskrá landsins muni afsögn forsetans ekki verða tekin gild fyrr en hann afhendir forseta þingsins formlegt afsagnarbréf. Það hafi hann ekki enn gert.
Srí Lanka Tengdar fréttir Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07 Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Mótmælendur brutust inn á heimili forseta Srí Lanka Íbúar Srí Lanka hafa mótmælt stjórnvöldum harðlega undanfarna mánuði vegna efnahagsástandsins þar í landi. Í dag brutust mótmælendur inn á heimili og skrifstofu forseta landsins. Þingið kom þá saman og forsætisráðherrann samþykkti að segja af sér þegar flokkar koma sér saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. 9. júlí 2022 14:07
Forsætisráðherrann segir af sér í kjölfar fjöldamótmæla Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins. 9. maí 2022 14:36