Erlent

For­sætis­ráð­herrann segir af sér í kjöl­far fjölda­mót­mæla

Atli Ísleifsson skrifar
Mahinda Rajapaksa og bróðir hans Gotabaya Rajapaksa árið 2019.
Mahinda Rajapaksa og bróðir hans Gotabaya Rajapaksa árið 2019. AP

Mahinda Rajapaksa, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur sagt af sér embætti. Afsögnin kemur í kjölfar fjöldamótmæla sem beinast gegn stjórnvöldum og hvernig þau hafa brugðist við bágri efnahagsstöðu landsins.

Útgöngubanni var nýverið komið á á eyjunni eftir að til harðra átaka milli stuðningsmanna Rajapaksa og mótmælenda í höfuðborginni Colombo. Að minnsta kosti 78 mann hafa særst í átökum í höfuðborginni síðustu daga.

Mótmæli blossuðu upp í síðasta mánuði í kjölfar hækkandi verðlags og skerðingar á rafmagni.

Í frétt BBC segir að landsmenn standi nú frammi fyrir verstu efnahagskreppu frá því að landið öðlaðist sjálfstæði frá Bretlandi árið 1948 og hafa stjórnvöld óskað eftir fjárhagslegri neyðaraðstoð.

Hinn 76 ára Rajapaksa skilaði afsagnarbréfi sínu til yngri bróður síns, Gotabaya Rajapaksa, sem gegnir embætti forseta Srí Lanka. Forsetinn sagðist vona að afsögnin myndi leiða til þess að mótmælum í landinu sloti, en fréttaskýrendur segja það ólíklegt á meðan forsetinn sé enn við völd.

Mahinda Rajapaksa hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2019. Hann gegndi einnig embættinu árið 2018 og frá 2004 til 2005. Þá gegndi hann embætti forseta á árunum 2005 til 2015.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.