Erlent

Evrópu­sam­bandið skil­greinir kjarn­orku og gas sem um­hverfis­væna orku­gjafa

Árni Sæberg skrifar
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. AP/Kenzo Tribouillar

Evrópuþingið samþykkti í dag tillögu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að kjarnorka og gas verði skilgreind sem umhverfisvænir, eða „grænir“, orkugjafar.

Tillagan var í meira lagi umdeild en 328 evrópuþingmenn samþykktu hana gegn 278 sem greiddu atkvæði gegn henni. Andstæðingar tillögunnar segja hana munu gera það að verkum að ESB nái ekki markmiði sínu um minnkun losunar gróðurhúsategunda og algjört kolefnishlutleysi fyrir 2050.

Í frétt New York Times um málið segir að tillögunni hafi verið mótmælt bæði inni í þingsal og fyrir utan þinghúsið.

Samþykkt tillögunnar gerir það að verkum að aðildarríki ESB hafa fjárhagslegan hvata til uppbyggingar gas- og kjarnorkuvera. Framkvæmdastjórnin hefur sagt að betra sé að slík ver séu byggð en önnur jarðefnaeldsneytaorkuver.

Tillagan er liður í aðgerðaáætlun ESB sem miðar að því að koma í veg fyrir svokallaðan „grænþvott“, eða að aðildarríki dulbúi raforkuframleiðslu sem umhverfisvæna þrátt fyrir að hún sé það alls ekki. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnarinnar sagði á dögunum að af tvennu illu væri betra að hvetja aðildarríki til notkunar gass og kjarnorku en annarra orkugjafa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×