Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 11:50 Úkraínskur hermaður skoðar rústir skóla sem Rússar sprengdu í loft upp á dögunum í árásum á úthverfi Kharkiv í norð austur hluta Úkraínu. AP/Andrii Marienko Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07
Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02