Rússar gerðu loftárásir um alla Úkraínu í gærkvöldi Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2022 11:50 Úkraínskur hermaður skoðar rústir skóla sem Rússar sprengdu í loft upp á dögunum í árásum á úthverfi Kharkiv í norð austur hluta Úkraínu. AP/Andrii Marienko Loftvarnaflautur hljómuðu um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Héraðsstjórinn í Donetsk héraði hefur skorað á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt undan stórskotaliðs- og loftárásum Rússa. Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Mörg fjölbýlishús hafa skemmst mikið í árásum Rússa sem þræta stöðugt fyrir að ráðast á óbreytta borgara. Þetta hús er í bænum Saltivka í nágrenni Kharkiv.AP/Evgeniy Maloletka Eftir að Rússar náðu að leggja undir sig allt Luhansk hérað í síðustu viku hafa þeir aukið stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir sínar á borgir og bæi í Donetsk héraði, en sameiginlega mynda þessi héruð svo kallað Donbas svæði. Á yfirborðinu segjast Rússar vera að frelsa rússneskumælandi íbúa undan ofsóknum nasista í stjórn Úkraínu en í raun eru þeir að reyna að ná yfirráðum yfir Donbas vegna þess að þar eru ríkulegustu olíu-, gas- og kolaauðlindir Úkraínu. Þær eru reyndar svo miklar að Úkraína gæti séð Evrópu fyrir nánast öllu því gasi sem Rússar hafa selt til vestur Evrópu hingað til. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa hafa gert loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt.AP/Nariman El-Mofty Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar í nótt að loftvarnaflautur hefðu hljómað um allt land í gærkvöldi og nótt. Þótt lítið hafi verið um loftárásir á helstu borgir í norður- og vesturhluta landsins að undanförnu ætti fólk ekki að treysta því að hryðjuverkamenn tækju sér hlé. Eldflaugaárásir hafi meðal annars verið gerðar á borgir og bæi í Khmelnytskyi héraði sem er suðvestur af Kænugarði. Pavlo Kyrylenko (til vinstri á myndinni) héraðsstjóri Í Donetsk skorar á alla íbúa héraðsins að flýja í vesturátt til að bjarga lífi sínu og til að auðveldara verði að verjast innrás Rússa. Iulia Laputina ráðherra fyrrverandi hermanna er með honum á myndinni.AP/Nariman El-Mofty Pavlo Kyrylenko héraðsstjóri í Donetsk héraði skoraði á alla íbúa þess að bjarga lífi sínu og flýja í vesturátt í gær vegna stöðugra árása Rússa og sóknar þeirra þar. Einnig yrði auðveldara að verjast Rússum ef íbúarnir væru farnir. Enn væru um 350 þúsund manns í héraðinu þar sem 1,6 milljónir manna bjuggu áður en Rússar hófu innrás sína. Rússar einbeittu sér að borgunum Sloviansk og Kramatorsk vegna mikilvægra innviða í þessum borgum eins og ferskvatns hreinsiverum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07 Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Haldlögðu rússneskt skip sem er sagt flytja stolið korn Tyrkir hafa lagt hald á skip sem siglir undir rússneskum fána vegna gruns um að sjö þúsund tonn af korni sem það flytur séu stolin af Úkraínumönnum. 5. júlí 2022 14:07
Fyrirskipar hernum að halda sókninni áfram Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur. 5. júlí 2022 08:02