Erlent

Enn hart barist í Lysychansk og fólk hvatt til að flýja

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Ástandið í Slóvíansk í austurhluta Úkraínu.
Ástandið í Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Scott Olson/Getty Images

Ríkisstjóri Donetsk-héraðs hefur hvatt um 350 þúsund íbúa héraðsins til að flýja í ljósi yfirvofandi rússneskrar sóknar. Hann segir enn hart barist í útjaðri Lysychansk.

Serhai Haidai, segir á Telegram síðu sinni að áfram sé hart barist í minni bæjum í kringum Lysychansk. „Einhver svæði hafa verið undir sitthvorri stjórn einu sinni eða tvisvar,“ er haft eftir ríkisstjóranum. 

„Rússunum hefur orðið ágengt undanfarið, aðallega vegna yfirburða þeirra í stórskotaliðshernaði, sem þeir hafa nýtt sér til að eyðileggja borgir og varnarstöður.“

Ríkisstjóri Donetsk, Pavlo Kyrylenko, hefur hvatt þá 350 þúsund íbúa héraðsins, sem enn halda kyrru fyrir, til þess að flýja í ljósi yfirvofandi frekari árása Rússa. Í gær lýsti Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, yfir sigri í Donetsk héraðinu. Pútín er nú sagður ætla sér frekari landvinninga í Donetsk sem muni neyða mörg hundruð þúsund íbúa til að flýja.

„Örlög landsins ráðast með Donetsk héraði. Um leið og færri íbúar verða til staðar, getum við einbeitt okkur betur að andstæðingi okkar og okkar helstu verkefnum,“ segir Kyrylenko.

Borgarstjóri Slóvíansk, Vadim Lyakh, sagði á Facebook borgina sitja undir gífurlegum loftárásum og hafði nokkrum klukkutímum áður hvatt íbúa til að flýja eða leita sér skjóls undir eins. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.