Erlent

Reyndi að fá að­stoð skömmu fyrir á­rásina

Bjarki Sigurðsson skrifar
Þrír létu lífið í árásinni í Field's verslunarmiðstöðinni á sunnudaginn.
Þrír létu lífið í árásinni í Field's verslunarmiðstöðinni á sunnudaginn. AP/Claus Bech

Karlmaðurinn sem grunaður er um að hafa skotið þrjá til bana og sært fjóra aðra í verslunarmiðstöðinni Field‘s í Kaupmannahöfn á sunnudaginn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna stuttu fyrir árásina. Það var enginn á vakt til að tala við hann vegna sumarfrís.

Maðurinn gekk inn í verslunarmiðstöðina Field‘s í Kaupmannahöfn rétt eftir klukkan sex á sunnudagskvöld. Þar hóf hann skothríð þar sem að þrír létust og fjórir aðrir særðust. Hin látnu eru 47 ára gamall karlmaður og sautján ára piltur og stúlka. 

Karlmaðurinn var handtekinn fyrir utan verslunarmiðstöðina eftir árásina og hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. júlí. Hann mun ekki dvelja í fangelsi heldur á geðdeild. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn mun hann hafa átt við geðræn veikindi að stríða fyrir árásina.

Maðurinn reyndi að hafa samband við neyðarþjónustu geðlækna örskömmu fyrir árásina en enginn var til staðar til þess að svara í símann samkvæmt heimildum DR. Þegar símtalinu var ekki svarað fór hann og hóf skothríðina.

Í myndböndum sem maðurinn birti á YouTube-rás sinni nokkrum dögum fyrir árásina talaði hann um að geðlyf hans væru ekki að virka. Myndböndin hafa nú verið fjarlægð af vefsíðu YouTube.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.