Enski boltinn

Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ekki er vitað um hvaða leikmann er að ræða nema að hann er landsliðsmaður sem er á leiðinni á HM í Katar í nóvember.
Ekki er vitað um hvaða leikmann er að ræða nema að hann er landsliðsmaður sem er á leiðinni á HM í Katar í nóvember. Getty/Visionhaus

Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári.

Leikmaðurinn er 29 ára gamall en hefur ekki verið nafngreindur í enskum fjölmiðlum. Hann var handtekinn í gær vegna nauðgunar í júní.

Í dag bárust síðan fréttir af því að hann hafi verið yfirheyrður vegna tveggja annara nauðgana á annarri konu.

Breska lögreglan sagði að þær tvær nauðganir hafi átt sér stað árið 2021.

Leikmaður er laus gegn tryggingu þar til í ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.