Erlent

Fimm létust í jarðskjálfta í Íran

Bjarki Sigurðsson skrifar
Einhverjar byggingar í þorpinu hrundu í kjölfar skjálftans.
Einhverjar byggingar í þorpinu hrundu í kjölfar skjálftans. AP/Abdolhossein Rezvani

Fimm eru látnir eftir snarpan jarðskjálfta í suðurhluta Íran í morgun. Jarðskjálftinn mældist 6,3 stig og fundu íbúar nágrannalanda Írans einnig fyrir honum.

Íran liggur á jarðskjálftabelti og samkvæmt fréttaveitu AP er að meðaltali einn jarðskjálfti þar á dag. Skjálftinn í morgun er sá stærsti síðan á nóvember á síðasta ári.

Skjálftinn átti upptök sín nálægt þorpinu Sayeh Khosh en íbúar þar eru þrjú hundruð talsins. Fjöldi fólks safnaðist saman á götum úti eftir skjálftann til að skoða skemmdirnar sem skjálftinn olli en fjöldi bygginga í þorpinu eyðilagðist.

Árið 2003 varð stór jarðskjálfti í Íran hjá borginni Bam. 26 þúsund manns létu lífið í kjölfar skjálftans sem var 6,6 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×