Stutt gaman hjá Hans og Hosine Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2022 17:31 Hans í leik með ÍBV. Vísir/Hulda Margrét Þeir Hans Kamta Mpongo og Hosine Bility hafa yfirgefið lið ÍBV og Fram í Bestu deild karla í fótbolta. Munu þeir ekki leika meira með liðunum á leiktíðinni. Hans Mpongo er sóknarmaður fæddur árið 2003. Hann samdi við ÍBV fyrir leiktíðina eftir að hafa leikið með varaliði Brentford á Englandi. Hans er nú samningslaus. Alls kom Hans við sögu í fimm leikjum þar sem fjórir töpuðust en einn endaði með markalausu jafntefli. Tókst honum ekki að þenja netmöskva Bestu deildarinnar. Hann komst næst því er hann ætlaði að taka vítaspyrnu gegn ÍA en Andri Rúnar Bjarnason, vítaskytta liðsins, tók spyrnuna eftir mikið rifrildi og lét Árna Snæ Ólafsson, markvörð Skagamanna, verja frá sér. ÍBV situr á botni Bestu deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 10 umferðir. Liðið hefur ekki enn unnið leik. Hosine Bility kom til Fram á láni frá danska úrvalsdeildarfélaginu Midtjylland. Miklar vonir voru bundnir við þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fór enga frægðarför um Ísland. Hans síðasti leikur var í 4-1 tapi gegn KA í Mjólkurbikarnum þar sem hann nældi sér í rautt spjald á 39. mínútu leiksins. Þrátt fyrir mikil vandræði í öftustu línu fékk Bility aldrei tækifæri í byrjunarliði liðsins og er nú haldinn aftur til Danmerkur. Fram er í 8. sæti Bestu deildarinnar með 10 stig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Fram Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Sjá meira
Hans Mpongo er sóknarmaður fæddur árið 2003. Hann samdi við ÍBV fyrir leiktíðina eftir að hafa leikið með varaliði Brentford á Englandi. Hans er nú samningslaus. Alls kom Hans við sögu í fimm leikjum þar sem fjórir töpuðust en einn endaði með markalausu jafntefli. Tókst honum ekki að þenja netmöskva Bestu deildarinnar. Hann komst næst því er hann ætlaði að taka vítaspyrnu gegn ÍA en Andri Rúnar Bjarnason, vítaskytta liðsins, tók spyrnuna eftir mikið rifrildi og lét Árna Snæ Ólafsson, markvörð Skagamanna, verja frá sér. ÍBV situr á botni Bestu deildarinnar með aðeins fjögur stig eftir 10 umferðir. Liðið hefur ekki enn unnið leik. Hosine Bility kom til Fram á láni frá danska úrvalsdeildarfélaginu Midtjylland. Miklar vonir voru bundnir við þennan 21 árs gamla miðvörð en hann fór enga frægðarför um Ísland. Hans síðasti leikur var í 4-1 tapi gegn KA í Mjólkurbikarnum þar sem hann nældi sér í rautt spjald á 39. mínútu leiksins. Þrátt fyrir mikil vandræði í öftustu línu fékk Bility aldrei tækifæri í byrjunarliði liðsins og er nú haldinn aftur til Danmerkur. Fram er í 8. sæti Bestu deildarinnar með 10 stig. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍBV Fram Mest lesið Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn Valur samþykkti tilboð í Gylfa Íslenski boltinn Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Íslenski boltinn Víkingur staðfestir komu Gylfa Íslenski boltinn Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Sport „Ég held að í fluginu heim muni ég fara að hágráta“ Fótbolti Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Íslenski boltinn Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Körfubolti Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Sjá meira