Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2022 21:00 Það náðist mynd á eftirlitsmyndavél þegar eldflaugin sprakk í verslunarmiðstöðinni. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. Ættingjar og vinir hafa lagt blóm við rústirnar af verslunarmiðstöðinni til minningar um þá sem féllu.AP/Efrem Lukatsky Rússar eru við það að ná yfirráðum yfir öllu Luhansk héraði þar sem síðasta vígið er borgin Lysychansk en Úkraínumenn ráða enn yfir um helmingi Donetsk héraðs. Lysychansk er nánast algerlega umkringd Rússum sem mistókst þó að ráðast inn í borgina í gær. Oleksandr Baybuza er einn fjölmargra sem sakna ástvina eftir sprenginguna í verslunarmiðstöðinni á mánudag. Hann lifir enn í voninni að finna mág sinn á lífi þótt líkurnar séu ekki miklar.AP/Efrem Lukatsky Sumir binda enn vonir við að finna ástvini sina á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í rústum verslunarmiðstöðvar sem Rússar sprengdu í loft upp meðeldflaug í Kremenchuk á mánudag. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust, um sextíu særðust og tuttugu er saknað. Oleksandr Baybuza leitar að mági sínum en síðast var vitað af honum við störf í verslunarmiðstöðinni á mánudag. „Allir vona að hann sé á lífi, að hann sé særður einhvers staðar. Við missum aldrei vonina og bíðum eftir góðum fréttum. Við vonum að hann sé á lífi," segir Baybuza þar sem hann stendur ásamt fleirum sem eiga um sárt að binda við rústirnar. Möguleikarnir að finna einhvern á lífi eru engir. Vladimir Putin forseti Rússlands sver og sárt við leggur eina ferðina enn að Rússar geri ekki árásir á óbreytta borgara þótt sönnunargögnin blasi við um alla Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Putin Rússlandsforseti heldur hins vegar áfram að þræta fyrir árásir á borgarleg skotmörk þrátt fyrir ógrynni sönnunargagna um hið gagnstæða, bæði í Kremenchuk sem og annars staðar í Úkraínu. „Rússneski herinn gerir ekki árásir á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við vitum vel um staðsetningu skotmarka og með nákvæmum, langdrægum vopnum hæfum við þau. En auðvitað fæ ég nákvæmari upplýsingar við komuna til Moskvu,“ sagði Putin eftir leiðtogafund ríkja við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Aðildarríki NATO hétu Úkraínumönnum enn frekari hernaðarstuðningi á leiðtogafundi i Madrid í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir Breta ætla að auka hernaðaraðstoðina um einn milljarð punda. „Við þurfum að halda ótrauð áfram, halda áfram að styðja Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðunum gagnvart Rússum og hunsa orðræðu Vladimirs Pútíns. Hið eina sem skiptir máli er það sem gerist á vígvellinum,“ sagði Truss í Madrid í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Ættingjar og vinir hafa lagt blóm við rústirnar af verslunarmiðstöðinni til minningar um þá sem féllu.AP/Efrem Lukatsky Rússar eru við það að ná yfirráðum yfir öllu Luhansk héraði þar sem síðasta vígið er borgin Lysychansk en Úkraínumenn ráða enn yfir um helmingi Donetsk héraðs. Lysychansk er nánast algerlega umkringd Rússum sem mistókst þó að ráðast inn í borgina í gær. Oleksandr Baybuza er einn fjölmargra sem sakna ástvina eftir sprenginguna í verslunarmiðstöðinni á mánudag. Hann lifir enn í voninni að finna mág sinn á lífi þótt líkurnar séu ekki miklar.AP/Efrem Lukatsky Sumir binda enn vonir við að finna ástvini sina á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í rústum verslunarmiðstöðvar sem Rússar sprengdu í loft upp meðeldflaug í Kremenchuk á mánudag. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust, um sextíu særðust og tuttugu er saknað. Oleksandr Baybuza leitar að mági sínum en síðast var vitað af honum við störf í verslunarmiðstöðinni á mánudag. „Allir vona að hann sé á lífi, að hann sé særður einhvers staðar. Við missum aldrei vonina og bíðum eftir góðum fréttum. Við vonum að hann sé á lífi," segir Baybuza þar sem hann stendur ásamt fleirum sem eiga um sárt að binda við rústirnar. Möguleikarnir að finna einhvern á lífi eru engir. Vladimir Putin forseti Rússlands sver og sárt við leggur eina ferðina enn að Rússar geri ekki árásir á óbreytta borgara þótt sönnunargögnin blasi við um alla Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Putin Rússlandsforseti heldur hins vegar áfram að þræta fyrir árásir á borgarleg skotmörk þrátt fyrir ógrynni sönnunargagna um hið gagnstæða, bæði í Kremenchuk sem og annars staðar í Úkraínu. „Rússneski herinn gerir ekki árásir á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við vitum vel um staðsetningu skotmarka og með nákvæmum, langdrægum vopnum hæfum við þau. En auðvitað fæ ég nákvæmari upplýsingar við komuna til Moskvu,“ sagði Putin eftir leiðtogafund ríkja við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Aðildarríki NATO hétu Úkraínumönnum enn frekari hernaðarstuðningi á leiðtogafundi i Madrid í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir Breta ætla að auka hernaðaraðstoðina um einn milljarð punda. „Við þurfum að halda ótrauð áfram, halda áfram að styðja Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðunum gagnvart Rússum og hunsa orðræðu Vladimirs Pútíns. Hið eina sem skiptir máli er það sem gerist á vígvellinum,“ sagði Truss í Madrid í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53
Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57