Náðu saman um loftslagslög fyrir Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 15:39 Bannað verður að selja bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti í Evrópu eftir árið 2035. AP/Michael Sohn Umhverfisráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins náðu samkomulagi um frumvörp að loftslagslögum eftir viðræður sem stóðu fram á nótt. Sölubann við jarðefnaeldsneytisknúnum bifreiðum árið 2035 lifði nóttina af en ráðherrarnir samþykktu einnig milljarðasjóð til að hjálpa fátækari íbúum álfunnar að takast á við aukinn kostnað við losun kolefnis. Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035. Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Samkomulagið varðar fimm frumvörp sem saman eiga að tryggja að ESB nái markmiði sínu um að losun gróðurhúsalofttegunda verði helmingi minni árið 2030 en hún var árið 1990. Að megninu til féllust ráðherrarnir á tillögur sem framkvæmdastjórn ESB lagði fram síðasta sumar, þar á meðal að allir bílar sem sem seldir eru innan sambandsins losi ekkert kolefni frá 2035, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Ítalía, Slóvakía og fleiri ríki vildu gefa sprengihreyfilsvélinni gálgafrest til 2040 en þau studdu upphaflegu tillöguna á endanum. Þau fengu það þó í gegn að framkvæmdastjórnin skoðaði þróun tengiltvinnbíla og hvort þeir gætu átt þátt í að ná losunarmarkmiðinu árið 2026. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri ESB, sagði að framkvæmdastjórnin myndi nálgast tengiltvinnbílana með opnum hug en eins og sakir standa dragi þeir ekki nægilega mikið úr losun. Ráðherrarnir studdu einnig að búa til nýtt viðskiptakerfi með losunarheimildir fyrir samgöngur og byggingar árið 2027. Það er ári seinna en upphaflega var gert ráð fyrir. Samþykktu þeir ennfremur að stofna 59 milljarða evrna sjóð til þess að verja lágtekjufólk fyrir kostnaði við loftslagsaðgerðir á árunum 2027 til 2032. Litháar, Pólverjar, Lettar og fleiri þjóðir vildu enn meira fjármagn í sjóðinn að varð ekki að ósk sinni. Losunarmarkmið viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir sem stóriðja og alþjóðaflug heyrir undir var einnig hert. Það verður 61% samdráttur fyrir lok áratugsins. Kerfið verður einnig látið ná yfir skipasiglingar. Frumvörpin ganga nú til Evrópuþingsins. Það hefur þegar samþykkt markmiðið um bann við sölu á jarðefnaeldsneytisbílum árið 2035.
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira