Ljóst er að sautján hið minnsta létust þegar Rússar gerðu eldflaugaárás á verslunarmiðstöð í Kremenchuk í miðhluta Úkraínu í gær.
Varnarmálaráðuneytið úkraínska segir ljóst að árásin hafi verið gerð af ráðnum hug og augljóst að hún hafi verið tímasett með það í huga að sem flestir yrðu staddir í verslunarmiðstöðinni.
Verið er að leita í rústum hússins en um þúsund manns voru inni þegar árásin var gerð, að sögn Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta.
Um 60 eru særðir svo vitað sé.
Leiðtogar G7 ríkjanna sem funda í Þýskalandi hafa þegar brugðist við með sameiginlegri yfirlýsingu þar sem árásin er fordæmd og bent á að árásir á almenna borgara séu stríðsglæpur.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira