Að minnsta kosti 46 lík fundust í yfirgefnum flutningabíl fyrir utan borgina San Antonio í Texas í gær. Svo virðist sem um hælisleitendur sé að ræða en sextán voru enn á lífi þegar lögreglumenn opnuðu bifreiðina.
Fólkið er allt á spítala sökum ofþornunar og hitaslags.
San Antonio er um 250 kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna að Mexíkó og þeir sem stunda smygl á fólki yfir landamærin eru stórtækir á svæðinu.
Engin loftræsting var í flutningabílnum og fólkið sem læst var inni hafði ekkert vatn meðferðis heldur. Í gær fór hitinn á svæðinu upp í rétt tæpar 40 gráður.
Þjóðerni fólksins í bílnum er enn óljóst en vitað er að tveir hinna látnu voru frá Gvatemala. Þrír eru í haldi lögreglu í tengslum við málið.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Fleiri fréttir
Sjá meira